Aðalfundur fyrir árið 2017

Bréfdúfnafélag íslands

Aðalfundur Bréfdúfnafélags Íslands 2016

Haldin á Bjarnastöðum – laugardaginn 22. Oktober.

Mættir: Hlöðver, Ragnar, Marteinn, Helgi, Linda, Þór Ólafur, Rögnvaldur, Flóki, Doddi, Eggert, Guðmundur, Gunnar Sig, Gunnar Óli, Halli, Nick, Ríkarður, Matthías.

 • Hlöðver bíður fólk velkomið og stingur upp á Ragnari sem fundarstjóra og Lindu sem fundarritara – það er samþykkt.
 • Helgi les upp skýrslu stjórnar.
 • Þór Ólafur leggur fram ársreikninga félagsins og fer yfir þá. Þeir eru samþykktir með þeim breytingum sem komu fram á fundinum – að færa sölu á rafrænum hringjum inn og sölu á gömlu kerru félagsins til Hlöðvers.
 • Kostning um lagabreytingatillögur – Þessar tillögur voru samþykktar:
  • Kosið var að hafa 20 % fugla á stigum í stað 30 %.
  • Keppnir á stigum til Íslandsmeistaramóts miðast við 150 km í stað 250 km – gr. 13,14 og 17 – hljóða þær þá svona:
   • 13.gr. Í keppnum með fullorðna fugla sem eru styttri en 150 km til keppenda í Reykjavík, má keppnismaður senda ótakmarkaðan fjölda í sitt lið, þ.e. ekki bara 40 fugla.
   • 14.gr. Keppni til Íslandsmeistara og stigahæðsta fugls skulu reiknaðar út frá öllum keppnum sem eru lengri en 150 km til Reykjavíkur.  Í þessum keppnum er keppt um hver verður Íslandsmeistari og hvaða fugl er stigahæðsti fugl landsins.
   • 17 gr. Allar keppnir eru til stiga fyrir hvert landssvæði.  Þetta þýðir að þegar keppni er frá sleppistað sem er styttri en 150 km. til keppanda í Reykjavík eru reiknuð út stig fyrir hvern fugl og keppanda eftir hefðbundnum liðakeppniskerfum fyrir hvert landssvæði.
  • Samþykkt var að breyta 3.gr. keppnislaga þannig að það megi líða 5 dagar á milli keppna, en ekki 6 eins og var í lögunum áður.
  • 9.gr. Hver keppandi má keppa með 40 fugla í liði sínu og ekki er leyfilegt að bæta fuglum inn í liðið þó týnist úr liðinu.
  • Ótakmarkaður fjöldi fugla var samþykktur í ungakeppnum.
  • 7 gr. laga um sleppistjóra – Setningu bætt aftast um að ekki er hægt að krefjast endurgreiðslu ef keppandi ákveður að draga fugla sína úr keppni.
  • Orðalagsbreyting í lögum um skráningu: 22.gr. Þegar dúfum er skilað í keppni þarf keppandi að hafa lágmark tvo aðstoðarmenn sem hjálpa til við að skila inn fuglum. Keppandi skal sjá um að afhenda fuglana sína til aðstoðarmanns sem sér um að skanna dúfur og setja í keppniskassa. Hinn aðstoðarmaðurinn skal sitja við tölvu og yfirfara að réttur fugl sé skannaður inn. Keppniskassar skulu vera staðsettir við hliðina á skráningaborðinu. Keppniskassar skulu innsiglaðir áður en farið er með þá í kerru.
 • Kostning um keppnisplan var næst á dagskrá og var keppnisplan sem lagt var fram af Nick kosið:
 • 2017 Old Bird Race fixtures
  First 2 races to be training races and points in these 2
  races only for Reykjavíkurmót and suðurlandsmót
  before the National races begin.
  date
  20/5 104km Hjálparfoss Training race
  27/5 130km Hrauneyafoss Training race
  3/6 200km Botnar National races begin here
  10/6 250km Freysnes
  17/6 260km Freysnes
  24/6 330km Höfn
  1/7 330km Höfn
  8/7 400km Seyðisfjarðarheiði
  15/7 330km Grímstaðir
  22/7 400km Langanes
  29/7 400km Langanes
  If for any reason we cannot race from any of these
  fixtures due to bad weather the race controler will use
  his or her judgement as to the next best place to race
  from as close to the same km or shorter from either the
  north route or south route.
  • 2017 Young Bird Race Fixtures
   The first 2 races will be a training race and points will
   only be for Reykjavíkurmót and suðurlandsmót.
   date
   5/8 104km Hjálparfoss Training race
   12/8 130km Hrauneyjafoss Training race
   19/8 200km Botnar National races begin here
   26/8 250km Freysnes
   2/8 330km Höfn
   9/8 330km Höfn
   If for any reason we cannot race from a fixture due to
   bad weather the race controler will use his or her
   judgement as to the best place to release the birds
   north or south route .
 • Kosið var í stjórn félagsins. Hlöðver gaf ekki kost á sér til að sitja seinna árið af tveimur sem formaður félagsins af persónulegum ástæðum og eins gaf Helgi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
 • Nýstjórn:

Guðmundur Jónsson formaður

Þór Ólafur ritari

Vilhelm gjaldkeri

Rögnvaldur varamaður.

 • Kosið var næst um sleppistjóra, klukkustjóra og útreikningsnefnd. Villi og Gunnar Óli voru kostnir sleppistjórar og Helgi varasleppistjóri, Gunnar Sig og Gunnar Óli ætla að taka að sér að vera klukkustjórar og Gunnar Sig og Halli voru kostnir í útreiknisnefnd.
 • Önnur mál voru tekin fyrir:
  • Rætt var hvort ánægja hafi verið með uppskeruhátíð félagsins – almenn ánægja að hafa hana á þessum stað og heppnaðist hún að mestu vel.
  • Sagt frá því að búið væri að eftirláta félaginu léninu bréfdúfur.is
  • Ákveðið var að hittast með vorinu og hreinsa alla fugla út úr keppnistölvum.