Lög sammþykkt 2016 / Gildir fyrir keppnisár 2017

Bréfdúfnafélag íslands

LÖG BRÉFDÚFNAFÉLAGS ÍSLANDS.

1.gr. Félagið heitir Bréfdúfnafélag Íslands

gr. Heimili félagsins og varnarþing er hjá formanni hverju sinni.

gr. Tilgangur félagsins er að efla bréfdúfnarækt

gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að endurnýjun með kynningarstarfi og halda úti góðu og vel skipulögðu starfi fyrir félagsmenn sína.

gr. Félagsmenn skulu sýna hver öðrum heiðarleika og virðingu, bæði í viðskiptum sem og í öllum samskiptum sín á milli.

gr. Stofnfélagar eru: Högni Ólafsson og Vilhelm R Sigurjónsson

7.gr.  Allir áhugamenn um dúfur hafa rétt til þess að ganga í félagið og þurfa að sækja um það til stjórn félagsins sem getur sammþykkt umsóknina án kosninga um það. Nýir félagsmenn sem stjórnin samþykir greiða félagsgjöld og ganga sjálfkrafa í félagið í eitt ár til reynslu, en hafa á þessu fyrsta ári ekki kosningarrétt á félags og aðalfundum. Eftir eitt ár í félaginu þarf meirihluti félagsmanna að samþykja alla nýja félagsmenn á félagsfundi.

8.gr.  Uppskeruhátíð skal haldin í lok keppnistímabilsins, en eigi síðar en 15. oktober ár hvert.

9. gr.  Aðalfundur skal haldinn eftir Uppskeruhátíð, eigi síðar en 15. nóvember ár hvert.

10.gr.  Stjórn skipuð af formanni,ritara,gjaldkera og varamanni Stjórnarmenn skulu kosnir til 1 árs í senn , nema formaður sem kosinn skal til tveggja ára og skal aldrei sitja lengur en tvö ár í senn, nema ef enginn gefur kost á sér til formannssetu þá er sitjandi formanni leyfilegt að gefa kost á sér og sitja annað tímabil. Stjórnarmenn skulu kostnir á Aðalfundi félagsins. Stjórn skal ekki skiptast út öll í einu, heldur verður a.m.k einn stjórnarmaður að sitja áfram ár frá ári. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir. Daglega umsjón félagsins annast stjórn félagsins.Firmaritun félagsins er í höndum stjórnar.

11.gr. Starfstímabil félagsins er eitt ár, frá Aðalfundi til Aðalfundar. Á Aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald, mega vera þátttakendur á Aðalfundi.

12.gr. Árgjald fyrir næsta ár skal ákveðið á aðalfundi, skal það innheimt áður en félagsmenn fá afhenta lífhringi.

gr. Ef félagsmenn óska eftir Aðalfundi utan árlegs aðalfundar, skal verða við þeirri ósk eins fljótt og hægt er, þó eigi síðar en 4 vikum eftir að ósk um aðalfund berst stjórn. Stjórn hefur þó tækifæri á að óska þess að reikningar verði lagðir fram á árlegum Aðalfundi félagsins. Þarf beiðnin að koma frá fimm mönnum.

gr.  Boða skal til aðalfundar í síðasta lagi 4 vikum fyrir aðalfund og skulu lagabreytingartillögur búnar að berast öllum félagsmönnum viku fyrir aðalfund.

gr.  Aðalfund skal halda eigi sjaldnar en einu sinni á ári.

Á aðalfundi skal leggja framársreikning og skýrslu stjórnar.

Á aðalfundi skal taka ákvörðun um:

a.Staðfestingu á skýrslu stjórnar.

Staðfestingu ársreiknings

Kosið um tillögur að lagabreytingum á aðalfundi.

Kosið um formann, ritara, gjaldkera og varamann. Auk þess að kjósa skal sleppistjóra og útreikninganefnd.

Kosið um Sleppistjóra, klukkustjóra, útreikningsnefnd, stjórn og varamann í stjórn f. Önnur mál.

16.gr.  Meirihlutakosning. Sé kosið á milli einstaklinga eða málefna, verður sú niðurstaða ofaná sem flest atkvæði fær kjörna. Kostningar skulu vera leynilegar, hvort sem þær eru um fólk eða málefni.

17.gr.  Börn og unglingar sem stunda bréfdúfnarækt á eigin vegum fá frítt keppnisgjald til 16 ára aldurs.

18.gr.  Rekstrarafgangi/hagnaði af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins, en einnig til kaupa á keppnistengdum búnaði.

19.gr.  Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til nýs félags.

20.gr.  ef upp koma ágreinings-, eða  vafamál af einhverju tagi, sem lög þessi taka ekki á, skulu lög

Bandaríska sambandsins(American Racing Pigeon Union  HYPERLINK “http://www.pigeon.org/rulesregulations.htm” \h http://www.pigeon.org/rulesregulations.htm HYPERLINK “http://www.pigeon.org/rulesregulations.htm” \h ) gilda í því máli. Stjórn félagsins sér um að meta hvaða laga skal gripið til og kveða upp úrskurð.

21.gr. Heimasíða félagsins skal vera í umsýslu stjórnar.  Stjórn er heimilt að ráða síðustjóra sem sér um að uppfæra efni á síðuna.

Viðurlög

1.gr.  Ef menn sýna af sér refsiverða hegðun eða brjóta lög félagsins er það á ábyrgð stjórnar að taka á þeim málum. Eins hefur stjórn leyfi til að veita mönnum tiltal ef um óæskilega hegðun eða framkomu er að ræða. Ef viðkomandi lætur ekki af hegðun eftir tvö tiltöl er gripið til viðurlaga.

2.gr. Viðurlög geta verið keppnisbann, ein keppni eða fleiri, eða stigafrádráttur, stjórnin hefur frjálsar hendur með að ákveða refsingu hverju sinni, en skal vera málefnaleg.

3.gr.  Berist stjórn kvörtun eða ef ágreiningsmál koma upp, skal hún taka á þeim málum og reyna að leysa úr þeim eins fljótt og auðið er, helst innan viku frá því að kvörtun berst. Kvörtun skal berast skriflega eða í e-maili innan tveggja sólarhringa frá kvörtunarefni, skal kvörtun vera vel ígrunduð og rökstudd. Skal stjórn rökstyðja niðurstöðu sína í kvörtunarmálinu og birta hana á lokuðum hluta á vef félagsins. Nafnleynd skal ríkja í kvörtunarmálum, ef farið er fram á það.

4.gr.  Keppandi sem uppvís hefur verið að óæskilegri hegðun, slæmri framkonu, svindli eða öðru því sem kvartað hefur verið undan hefur ekki keppnisrétt fyrr en mál hans er frágengið.

Stjórn og nefndir:

1.gr.  Stjórn samsett af 3 mönnum og einum varamanni.

2.gr.  Sleppistjórar eru kosnir á aðalfundi af félagsmönnum.

3. gr.  Nefndir skulu birta tillögur sínar 2 vikum frá áætluðum fundi, til að félagsmenn geti kynnt sér tillögurnar og hafi 1 viku til að koma með móttilögur.

Hlutverk stjórnar:

Meginhlutverk stjórnar er að stýra starfseminni í samræmi við vilja félagsmanna eins og fram kemur í lögum félagsins, fundarsamþykktum, samþykktri stefnu og markmiðum. Þá skal leitast við að byggja upp og viðhalda heilbrigðum félagsanda. Af einstökum verkefnum stjórnar má m.a. nefna:

áætlanagerð fyrir almenna starfsemi og framkvæmdir til lengri og skemmri tíma

að móta hugmyndir og tillögur um ný viðfangsefni

að leysa vandamál sem upp kunna að koma

að framfylgja samþykktum og ályktunum

að fylgjast með að áætlanir og fjárhagur haldist í hendur

að taka á móti erindum sem berast og afgreiða þau

að undirbúa fundi og boða til þeirra

að skipta verkum með einstökum stjórnarmönnum, nefndum og félagsmönnum og samræma

störf þeirra.

  

Formaður:

Ábyrgðarmesta hlutverk stjórnarmanns er í höndum formanns félagsins. Það er mjög mikilvægt að formaður hafi stjórnunarhæfileika og sinni starfi sínu af áhuga. Nauðsynlegt er fyrir formann félagsins að hafa staðgóða þekkingu á málefnum er varða bréfdúfnasportið. Formaður þarf einnig að hafa gott lag á því að skipta verkum með stjórnarmönnum þannig að allir hafi ákveðnum verkefnum að sinna. Þá þarf hann einnig að hafa yfirsýn yfir að verk séu unnin rétt og vel og tímamörk séu haldin.

Gagnkvæmt traust formanns og annarra stjórnarmanna er helsta forsenda þess að stjórnunarstarf beri árangur. Framkoma formanns og annarra stjórnarmanna á fundum, móttökum til keppna og öðrum samkomum félagsins á að vera öðrum félagsmönnum fyrirmynd. Helsta verksvið formanns er:

að koma fram fyrir hönd félagsins og vera málsvari þess gagnvart öðrum aðilum

að undirbúa stjórnarfundi, sjá til þess að til þeirra sé boðað samkvæmt framlagðri dagskrá hverju sinni

að sjá til þess að félagsmenn séu alltaf vel upplýstir um tilgang og markmið félagsins

að sjá til þess að lögum félags og samþykktum félagsfunda og aðalfunda sé framfylgt

að sjá til þess að öll erindi sem félaginu berast séu afgreidd svo fljótt sem auðið er

að sjá til þess að starfsemi félagsins sé vel skipulögð og fari vel fram á öllum sviðum

að sjá til þess að sem flestir félagsmenn séu virkjaðir til starfa hjá félaginu

að félagsmönnum sé gefinn kostur á því að meta reglulega hvernig félagsstarfið gengur og hvort breyta þurfi um leiðir til að ná settum markmiðum

að hafa umsjón með samningum sem félagið gerir

að boða fundi á vegum félagsins.

  

Ritari:

Ritari gegnir veigamiklu hlutverki í stjórn félagsins. Miklu máli skiptir að hann vinni af alúð og haldi af nákvæmni saman öllum gögnum sem félaginu berast, s.s. að skrá fundargerðir og skýrslur. Nauðsynlegt er að ritari taki að sér umsjón með ákveðnum þáttum félagsstarfsins og sé þannig tengiliður milli stjórnar og ýmissa starfshópa. Meðal helstu verkefna ritarar má nefna:

að skrá fundargerðir á stjórnarfundum og félagsfundum

að sjá um bréfaskriftir í samráði við formann eða aðra stjórnarmenn

að undirbúa ársskýrslu og e.t.v. fleiri skýrslur um starfsemina í samvinnu við stjórn

að byggja upp gagna- og heimildasafn félagsins

að sjá til þess að bréf og skjöl séu í góðri vörslu

Skal senda efni sem félagið vill að komi á heimasíðu félagsins á þann aðila sem sér um heimasíðuna.

Ritari skal senda fundargerð síðasta fundar á alla félagsmenn eigi síðar en viku eftir fund. Í fundargerð á að koma fram hvað var samþykkt á síðasta fundi og það helsta sem var fjallað um. Ritari skal tryggja að fundargerðir séu settar inná dufur.is.

Gjaldkeri:

Meginhlutverk gjaldkera er að hafa umsjón með fjárreiðum og annast reikningshald í samræmi við lög og reglur félaga. Nauðsynlegt er að gjaldkeri sé vel að sér í bókfærslu auk þess sem hann þarf að hafa góða yfirsýn yfir efnahag félagsins. Meðal helstu verkefna gjaldkera eru:

að hafa umsjón með innheimtu félagsgjalda

að sjá til þess að gjöld sem ber að greiða séu greidd

að sjá til þess að skuldir séu innheimtar

ávöxtun lausafjár og varasjóð

að semja ársreikninga

að hafa umsjón með fjáröflunum í samvinnu við stjórn.

Skal sjá um að hringir séu pantaðir tímanlega.

Varamaður:

Varamaður er kosinn á aðalfundi og leysir hann hver þann stjórnarmann sem fellur úr stjórn eða getur ekki mætt á stjórnarfundi. Varamaður mætir ekki á fundi sem umboðsmaður þess sem fellur út heldur sem sjálfstæður stjórnarmaður.

Keppnisreglur Bréfdúfnafélags Íslands

1.gr. Á Aðalfundi skal kosið um keppnisstaði og stigakerfi. Aðeins þeir sem kepptu á liðnu sumri hafa kosningarrétt hvað varðar sleppistaði og stigakerfi.

2.gr. Keppt verður eftir ákveðnu keppnisplani. Kosið skal um samsett plan, ekki eina og eina keppni. Sé ekki hægt að keppa frá keppnisplani A skal fyrst reyna stytta keppnina á keppnisstað sem er í sömu fluglínu en ef það er ekki hægt grípa til varakeppnisplans.

3.gr. Keppnisdagur er laugardagur en föstudagur og  sunnudagur eru vara keppnisdagar. Ef ekki reynist keppnishæft þessa daga skal keppnin falla niður. Ef keppt er á föstudegi þá þarf ákvörðun þess efnis að vera tilkynnt fyrir hádegi á þriðjudegi.  Undir engum kringumstæðum er keppt aðra daga vikunnar.

4.gr. Keppnisstaður hverju sinni skal tilgreindur á skráningarblaði fyrir keppni.

5.gr. Keppni er lokið á miðnætti keppnisdag.

6. gr. Ef keppni fellur niður skal hún færast yfir á helgina á eftir og seinasta keppni á keppnisplani falla út.

7. gr. Í Íslandsmeistarakeppni og keppni um stigahæðsta fugl  gilda staðlaðar reglur í Winspeed útreikni kerfi „ standard Au Points“. Points = (20 – (position x 100)/ number of birds) x  (.005 x DF + .5) Where DF (Distance Factor ) is the average distance for all the flyers in the race, including NO REPORTS, block sise = 1 andd stop points = 0.

8.gr. Einnig er notast við coefficent útreikningakerfi til að reikna út stigahæsta fugl. Notast verði þá við tvö kerfi til að sjá hvernig kerfið virkar og kemur úr.

9.gr. Hver keppandi má senda allt að 40 fugla í hverju liði, ekki er leyfilegt að bæta fuglum inn í keppnisliðið, þó týnist úr liðinu þegar líða tekur á sumarið.

10.gr. Bílstjóri sem keyrir fugla verður að brynna fuglunum. Þarna er gert ráð fyrir því að keppniskassi sé með opi sem hægt er að hengja vatnsdall á. Menn ráða því þó sjálfir hvort þeir fari út í þessar breytingar á kössunum og láti vatnsdalli fylgja með, en sé þess óskað skal bílstjóri brynna fuglunum.

11.gr. Veitt eru verðlaun fyrir besta fuglinn í  Hafnarkeppnum og besta fuglinn í Langaneskeppnum.

12.gr. Fugl sem keppt hefur í einu liði  yfir sumarið má ekki keppa í öðru liði  sama keppnistímabilið, ólöglegt er að flakka með fugla milli liða. Keppnismaður skal í fyrstu keppni skila inn skráningu á öllum fuglum og tilgreina hvaða liði fuglinn tilheyrir sé keppt með fleiri en eitt lið.

13.gr. Í keppnum sem eru styttri en 150 km til keppenda í Reykjavík, má keppnismaður senda ótakmarkaðan fjölda í sitt lið, þ.e. ekki bara 40 fugla.

14.gr. Keppni til Íslandsmeistara og stigahæðsta fugls skulu eingöngu reiknaðar út frá keppnum sem eru yfir 150 km til keppenda sem eru í Reykjavík.  Þ.e. frá Freysnes eða lengri keppnisstöðum.  Í þessum keppnum er keppt um hver verður Íslandsmeistari og hvaða fugl er stigahæðsti fugl landsins.

15 gr. Reiknuð eru sér úrslit fyrir hvert landsvæði í öllum keppnum, þ.e. sér úrslit fyrir höfuðborgarsvæðið og sér úrslit fyrir suðurland.

16 gr. Úrslit eru birt á heimasíðu félagsins á þá vegu að smelt er á sleppistað og koma þá upp valmöguleikar um hvort þú vilt skoða úrslit fyrir allt landið í viðkomandi keppni, fyrir suðurland eða fyrir höfuðborgarsvæðið.  Þetta þýðir að það er einn sigurvegari fyrir allt landið, einn sigurvegari fyrir höfuðborgarsvæði og einn sigurvegari fyrir suðurland í hverri keppni.

17 gr. Allar keppnir eru til stiga fyrir hvert landssvæði.  Þetta þýðir að þegar keppni er frá sleppistað sem er styttri en 150 km. til keppanda í Reykjavík eru reiknuð út stig fyrir hvern fugl og keppanda eftir hefðbundnum liðakeppniskerfum fyrir hvert landssvæði.

18 gr. Í lok sumars er krýndur suðurlandsmeistari, höfuðborgarmeistari og stigahæðstu fuglar fyrir hvert svæði, reiknað út frá öllum kepptum keppnum sumarsins.  Verðlaun verða bara veitt fyrir stigahæðsta mann hvers svæðis í hvorri liðakeppni og stigahæðsta fugl í hvoru svæði.

19.gr. Í hverri keppni eru einnig birt sér úrslit fyrir Vellina, svokölluð klúbbúrslit og birtast þau á sama stað og úrslit fyrir landið og landssvæði fyrir hverja keppni.  Ef fleiri klúbbar eru stofnaðir geta þeir sótt um að úrslit fyrir þá verði birt á sama stað.

Hringir:

20.gr. Allir keppnisfuglar skulu merktir með lokuðum lífhring útgefnum af Bréfdúfnafélagi Íslands, sambærilegu félagi eða sambandi erlendis, sé hringur erlendur þarf samþykki stjórnar til að fugl teljist löglegur. Lífhringur fugls skal segja til um hvaða ár fugl er fæddur. Því er með öllu ólöglegt að setja lífhring merktan árinu á undann eða fyrr á unga í þeim tilgangi að hann geti keppt í fullorðinskeppnum. Ef félagsmaður er uppiskroppa með hringi skal hann verða sér úti um fleiri hringi hjá þeim sem sér um sölu lífhringja.

Skráning:

21.gr. Tekið er á móti dúfum degi fyrir áætlaðann keppnisdag, sleppistjóri sendir út hvar og hvenær er tekið á móti fuglum. Keppendur skila inn dúfum í þeirri röð sem þeir koma til móttöku og sjá til þess að skilað sé hratt og örugglega inn þegar röðin kemur að þeim. Ef menn eru ekki mættir fyrir lok á auglýstum móttökutíma fá þeir ekki að skila dúfum sínum inn til keppni.

22.gr. Þegar dúfum er skilað í keppni þarf keppandi að hafa lágmark tvo aðstoðarmenn sem hjálpa til við að skila inn fuglum. Keppandi skal sjá um að afhenda fuglana sína til aðstoðarmanns sem sér um að skanna dúfur og setja í keppniskassa. Hinn aðstoðarmaðurinn skal sitja við tölvu og yfirfara að réttur fugl sé skannaður inn. Keppniskassar skulu vera staðsettir við hliðina á skráningaborðinu. Keppniskassar skulu innsiglaðir áður en farið er með þá í kerru.

Staðsetningar og vegalengdir:

23.gr. Staðsetning keppnispunkta skal vera inní miðjum kofanum.Ef punktur næst ekki inni kofa skal miða við spútnik.

24.gr.Keppendur bera ábyrgð á að tilkynna  til stjórnar ef staðsetning á kofa hans breytist, skal nýr punktur tekinn af stjórn og tilkynntur fyrir fyrstu keppni frá nýjum stað.

25.gr.Loftnet í kofum skal staðsett inn í spútnik eða inn í kofa, eða þannig að dúfurnar séu komnar inn í lokað rými þegar þær skrást inn.

26.gr Vegalengdir skulu alltaf gefnar út sem kílómetrar . metrar, og alltaf með 3 aukastöfum fyrir metra, dæmi 172.324 eru 172 kílómetrar og 324 metrar.

27.gr.Staðsetning á sleppistað skal ákveðin hverju sinni. Ef kirja eða Edduhótel er á sleppistað skal mælt frá þeim og sleppt hjá þeim. Bílstjóri skal hafa með sér gps tæki og taka nýjan punkt ef sleppistaður er færður.

28. gr. Derby keppni: þetta yrði síðasta keppni sumarssins í ungfuglum. Velja verður fuglana fyrir fyrstu ungakeppni. Hver keppandi má að hámarki vera með 3 fugla. Gjald fyrir hvern fugl er 3000kr sem greiðist áður en ungatímabil hefst. Gjaldkeri sér um að innheimta og geyma peninga og gerir það í fyrstu móttöku fyrir unga. Vinningur greiðist út þanning að 1. Sæti fær 50%; 2. Sæti 30% og 3. Sæti fær 20% af potti. Derby fuglar eru eins og allir aðrir fuglar og safna stigum bæði fyrir sjálfa sig og loft. Í sjálfri Derby keppninni er þeim sleppt á sama tíma og öðrum fuglum. Þarna geta þeir verið á stigum

Lög um verðlaun :

Keppt er um verðlaunasæti og stig í hverri keppni.

Keppt er um stigahæsta loft fyrir heilt tímabil í fullorðinsflokki og ungaflokki. (Íslandsmeistari)

Keppt er um stigahæðsta fugl í fullorðinsflokki og ungaflokki.

Keppt er um besta meðalhraða í fullorðinsflokki og ungaflokki.

Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu 3 sætin í hverri keppni.

Farandbikar og eignarbikar veittur fyrir Íslandsmeistara bæði í unga- og fullorðinskeppnum.

Farandbikar verður veittur fyrir stigahæðsta fullorðna fugl hvers árs.

Farandbikar er veittur fyrir stigahæðsta keppanda í samanlögðum fullorðins og ungakeppnum.

Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu 3 sætin í Íslandsmeistara , bæði í fullorðins og ungaflokkum.

Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu 3 sætin fyrir besta meðalhraða, bæði í fullorðins og ungaflokkum.

Verðlaun eru veitt fyrir fyrstu 3 sætin fyrir stigahæsta fugl, bæði í fullorðins og ungaflokkum.

Lög um sleppistjóra:

1.gr. Þrír sleppistjórar skulu kosnir á Aðalfundi til eins árs í senn.  Tveir sleppistjórar eru starfandi og þriðji sleppistjórinn er varamaður og kemur eingöngu inn ef ágreiningur kemur upp milli sleppistjóranna tveggja.  Þriðji sleppistjórinn verður þannig úrslitamaður í vafamálum. Sleppistjórarnir eru alráðir í sínu starfi. Stjórn félagsins hverju sinni fylgist með að sleppistjórar fari að lögum og sinni starfi sínu af kostgæfni. Stjórn má þó undir engum kringumstæðum reyna að hafa áhrif á sleppistjóra.

2.gr. Keppendum er með öllu óheimilt að hringja í eða ræða við sleppistjóra í þeim tilgangi að fá upplýsingar eða að hafa áhrif á sleppitíma eða sleppistað.

3.gr.Sleppistjóri þarf að kanna veður hjá veðurstofu Íslands áður en hann ákveður hvort tekið er á móti fuglum til keppni og hvort fuglum sé sleppt.

4.gr. Keppt verður eftir ákveðnu keppnisplani. Sé ekki hægt að keppa frá keppnisplani A skal fyrst reyna stytta keppnina á keppnisstað sem er í sömu fluglínu en ef það er ekki hægt, grípa til varakeppnisplans B.

5.gr. Sleppistjóri skal tilkynna keppendum með sms –skeyti eða í tölvupósti um áætlanir helgarinnar eigi síðar en kl:16:30 á fimmtudegi. Lokaákvörðun sína skal hann tilkynna keppendum kl:14:00 á föstudegi. Þessi tímasetning miðast við að keppni fari fram á laugardegi. Færist keppni fram þá færist þessi tímasetning til miðvikudags.

6.gr. Sé sleppistjóri í vafa um hvort hægt sé að sleppa fuglum á keppnisdegi getur hann leitað til eins keppanda og beðið um álit hans. Lokaákvörðun og ábyrgð er þó alltaf í höndum sleppistjórans.

Sleppistjóra er óheimilt að hringja oftar en einu sinni í hvern keppanda, sem og að óheimilt er að hringja í einstaklinga er sitja í stjórn félagsins.

7.gr.Ef keppandi er ósáttur við ákvörðun sleppistjóra gefst honum kostur á því að draga fugla sína úr keppni og er það á ábyrgð keppanda að hafa kassa sína merkta svo aðgengilegt sé fyrir bílstjóra að vita hvaða kassa viðkomandi á, einnig er það á ábyrgð keppanda að nálgast fuglana sína, hvort sem bílstjóri er á heimleið eður ei. Ekki er hægt að krefjast endurgreiðslu ef keppandi ákveður að draga fugla sína úr keppni.

8.gr.Ef keppanda finnst sleppistjóri ekki vera að sinna vinnu sinni sem skildi skal hann leita til stjórnar sem ákveður hvað skal gera.

9.gr.Ef sleppistjóri verður uppvís um afglop í starfi, eins og sleppa fuglum þegar ljóst þykir að ekki var keppnishæft veður , er honum samstundis vísað frá störfum og annar fenginn í  hans stað.

10.gr.Afglöp geta verið:

a) Áhugaleysi sem lýsir sér í að ekki er kannað nægilega vel hvort veður sé nægilega gott.

b) Skilningsleysi á hvernig veður og skilyrði þurfa að vera til staðar svo hægt sé að sleppa fuglunum.

Lög um útreikningarnefnd: 

1.gr. Útreikningarnefnd skipuð 2 mönnum og sjá þeir um að taka við klukkum og tölvum eftir keppnir,taka tíma úr klukkum og reikna keppnina út þannig að úrslit liggi fyrir þegar fuglum er skilað  inn í næstu keppni.

2.gr. Ekki er leyfilegt að einn maður taki tíma úr klukkum, heldur þurfa tveir menn að gera það saman og má keppnismaður aldrei taka tímana úr sinni klukku. Þetta er gert til að fyrirbyggja allann vafa um að tímar úr klukkum séu ekki örugglega réttir og skráðir á réttann fugl hverju sinni. Keppnismaður má þó mæta á móttökustað með tölvuklukku sína, tengja hana aðaltölvu og taka tímana þannig úr tölvuklukku sinni. Á þetta eingöngu við ef vitni er á staðnum sem kvittar á móttökublað að allt hafi farið löglega fram. Er þetta hugsað í þeim tilgangi að menn geti notað tölvur sínar í þjálfanir á milli keppna.

3.gr. Ef tími dettur úr klukku eða ef tölva virkar ekki er það á ábyrgð keppanda.

4.gr. Skil á klukkum eftir keppni verði ekki seinna en 17:00 á þriðjudegi. Skili menn klukkunni ekki fyrir þann tíma verður hún ekki með í útreikningum.

5.gr. Útreikningar úr keppnum eiga að liggja fyrir í seinasta lagi á fimmtudegi og eiga úrslit þá að birtast á heimasíðu félagsins. Gott væri þó ef þetta væri búið á miðvikudegi

Lög um klukkustjóra:

1gr.Klukkustjóri sér um að stilla klukkur og innsigla þegar keppnismenn skila fuglum inn til keppni og tryggir að allir fái klukkur sína rétt stilltar og tilbúnar þegar þeir hafa skilað fuglunum sínum til keppni.

Klukkustjórni má þó gefa öðrum heimild til að opna klukkur og taka úr þeim tíma, verður það að vera gert þannig að sannað þykir að engin brögð hafi verið í tafli t.d með því að taka það upp á video eða notast við skype.

Viðauki

Velferð dúfnanna

Sem félagar í Bréfdúfnafélagi Íslands viðurkennum við að við berum ábyrgð á velferð dúfna okkar bæði í daglegu lífi þeirra og í keppnum á vegum félagsins.

1gr. Það er skylda okkar að viðhalda heilbrigði okkar fugla og grípa til viðeigandi ráðstafana ef veikindi eða sjúkdómar koma upp.

2gr. Bréfdúfu skal ekki senda í keppni leiki vafi á því að hún geti ekki  flogið heim.

3gr. Félögum ber skylda til að sjá til þess að týndir fuglar sem tilkynntir eru til félagsins eða eigenda sinna séu sóttir eða sendir heim.